top of page
LÍFIР
stórskemmtilegt drullumall

Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.  Hún er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni.  LÍFIРfjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda sem og gagnrýnenda sem hafa gefið henni fullt hús stjarna.

 

Sýningin hlaut leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins 2015 og Sproti ársins 2015.

BIRNIRNIR ÞRÍR
Tónleikar með
Sinfóníuhljómsveit Íslands

 

Verkið Birnirnir þrír eftir tónskáldið Eric Coates segir hina sígildu sögu af stúlkunni Gullbrá sem vaknar snemma morguns og fær sér lystigöngu í skóginum. 

Sagan hentar einstaklega vel sem myndrænn stuðningur við tónlistarflutning þar sem flestir þekkja þessa sögu og það gerir verkið svo aðgengilegt fyrir áheyrendur. 

Verkið var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu 2017

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN
Sinfóníutónleikar fyrir börn eftir Eivöru Pálsdóttur og Trond Bogason

Nýtt tónverk fyrir sinfóníuhljómsveit, barnakór og einsöngvara sem byggir á sögunni Skrímslið litla systir mín.

Verkið var flutt á fjölskyldutónleikunum Litli Tónsprotinn  af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu með Eivöru Pálsdóttur og barnakórí.

Sögumaður var Halldóra Geirharðsdóttir.

Skrímslið litla
systir mín
Saga af strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.

Leikhúsupplifun fyrir börn í hæsta gæðaflokki þar sem börnin taka þátt og upplifa í miklu návígi töfra leikhússins og myndlistarinnar.

Sýningin hlaut leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins 2012

Leifur heppni
 

Gamanleikrit sem á skemmtilegan hátt vekur börn og fullorðna til umhugsunar um hvernig ferðum Leifs Eirikssonar var háttað í raun og veru og hvað rak hann af stað út í óvissuna Það er Ísafold hjá þvottaþjónustunni sem gefur okkur sína eigin útgáfu af ferðum Leifs á meðan hún hengir upp þvottinn og hlustar um leið á eftirlætis útvarpsþáttinn sinn þar sem lesið er uppúr Íslendingasögunum. Leikhúsið 10 fingur hefur ferðast víða með sýninguna m.a. um Bandaríkin, Kanada, Evrópu og Ástralíu 

 

Höfundur: Helga Arnalds   Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson   Leikmyndahönnun: Petr Matásek

Leikari: Helga Arnalds

Lengd:     40 mínútur

Leikrými:   Gólfflötur 4 x 4 metrar. Myrkur.

Aldur: 9 - 15 ár

Mjallhvít
 

Vönduð og vel gerð leiksýning fyrir yngri áhorfendurna!

Hér er á ferðinni sagan sígilda um Mjallhvít og dvergana sjö eins og við þekkjum hana flest en í sýningunni leiðir sögukonan börnin í gegnum hana á nokkuð óvenjulegan hátt, nefnilega með töfrabrögðum, myndskyggnum, brúðum, grímum og söng. 

 

Ummæli úr fjölmiðlum

"Börnin voru agndofa af hrifningu og náði sýningin að heilla þau allt niður í tveggja ára aldur".  Anna Borg, leikskólastjóri 

 

"Ég hef sjalda orðið eins yfir mig hrifin. Mjallhvít var fegurð út í gegn. " Hallveig Ingimarsdóttir, leikskólastjóri 

 

"Sýningin er afar falleg á að líta...Ekkert hik eða fum er á þessari færu brúðuleikkonu sem hlýtur að teljast i hópi þeirru bestu á þessu sviði hérlendis - og þótt víða væri leitað".

Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðinu

 

Höfundur: Helga Arnalds  

Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson  

Leikmynd og brúður: Helga Arnalds

Leikari: Helga Arnalds

Lengd: 40 mín.

Aldur: 2 - 9 ára

Jólaleikur
 

Falleg og skemmtileg útfærsla á jólaguðspjallinu þar sem mikil áhersla er lögð á þátttöku barnanna.

 

"Jólaleikur er gott innlegg í jólaundirbúninginn. Sýningin náði vel athyggli hinna ungu áhorfenda sem lifðu sig inní söguna og höfðu mjög gaman af. "    ​S.A.B. -  Morgunblaðið                                     

 

"Virkilega falleg og aðlaðandi sýning fyrir alla. "   S. A. - DV                                                                                                                                     "Frábær sýning. Ég hef séð margar góðar jólasýningar en þessi skarar fram úr."   

Elías Bjarnason kennari sunnudagaskóla Þjóðkirkjunnar.

 

Höfundur: Helga Arnalds  

Leikstjóri: Ása Hlín Svavrsdóttir   

Leikmynd og brúður: Helga Arnalds og Tómas Ponzí

Leikari: Helga Arnalds

Lengd 40 mín.

Aldur 2 - 9 ára

SÓLARSAGAN

 

Falleg vönduð og bráðfyndin sýning fyrir börn á leikskólaaldri.

 

Sagan er fléttuð úr þjóðsögum af sólinni frá ýmsum löndum. Hún gerist fyrir langa löngu. Þegar sólin var bæði fögur og feit, hnöttótt og heit og einstaklega hláturmild. Á hverjum morgni sungu dýrin og mennirnir sólarsönginn svo jörðin snérist í hringi af gleði. En á annarri plánetu í sólkerfinu bjó Hnetukonungurinn ásamt Plágu litlu prinsessu. Kónginum þótti svo vænt um dóttur sína að hann gat ekki neitað henni um neitt. En Plága prinsessa átti afmæli og vesalings kónginum kom ekkert í hug til að gefa henni því hún átti allt. En hann dó samt ekki ráðalaus því honum datt í hug að gefa henni sólina. Það er á þessu andartaki í sögunni sem kemur í hlut okkar áhorfendanna að sýna hvað í okkur býr því ekki getum við látið dýrin á jörðinni krókna úr kulda. Eins og í öðrum sýningum leikhússins taka börnin virkan þátt í sögunni og ekki stendur á þeim að bjarga heiminum á einum morgni eða eftirmiðdegi.

 

Brot úr leikdómum:

Þetta er einfalt, grípandi og viturlegt ævintýri eins og öll góð ævintýri eiga að vera. Helga Arnalds setti áhorfandanum það fyrir sjónir með einkar fagmannlegum hætti, líkt og verið hefur á fyrri sýningum hennar sem ég hef séð. Þarna er skuggamyndatæknin vel notuð og textaflutningur Helgu var hinn fjörlegasti. Það er varla völ á öðru betra en svona brúðuleikhúsi til að leiða lítil börn inní heim leiklistarinnar, sé vel að staðið. Sólarsagan er því barnaefni sem óhætt er að mæla með.” Gunnar Stefánsson - Tímanum

bottom of page