top of page

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN

 

Griman.png

 

Saga af strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.

 

Leikhúsupplifun fyrir börn í hæsta gæðaflokki þar sem börnin taka þátt og upplifa í miklu návígi töfra leikhússins og myndlistarinnar. Sýningin hlaut leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins 2012.

 

Leikkonan býður börnunum inní hvítan pappírsheim. Pappírinn lifnar smám saman við og verður að persónum sögunnar. Aðalsöguhetjan er drengur sem hefur nýlega eignast litla systur. Hann kemst reyndar fljótlega að því að hún er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og kannski bara allan heiminn.Sýningin er unnin með afar óvenjulegri aðferð þar sem hún er öll unnin úr pappír. Sagan og persónurnar lifna við út úr pappírnum og þegar veröldin breytist hjá litla stráknum þá gerist það í leikmyndinni sjálfri, pappírinn rifnar og breytist í dreka, skrímli og ýmiskonar furðuveraldir.

 

 

LISTRÆNIR AÐSTANDENDUR

höfundur, hönnuður og leikari  HELGA ARNALDS

leikstjóri og meðhöfundur  CHARLOTTE BÖVING

höfundur og flytjandi tónlistar  EIVÖR PÁLSDOTTIR,

hljóðfærasmiður  PÁLL GUÐMUNDSSON

búningahöfundur  EVA SIGNÝ BERGER

ljósahönnuður  JÓHANN BJARNI PÁLMASON

bottom of page