top of page

Fræðslubók þessi er gerð fyrir leiðbeinendur, kennara og forráðamenn barna sem hafa séð sýninguna “Stúlkan sem stöðvaði heiminn” eftir leikhópinn 10 fingur. Fræðslan og verkefnin henta börnum á aldrinum 8-12 ára. Í bókinni skyggnumst við á bakvið tjöldin, inn í ferli leikhópsins og fræðumst þar um hvernig plastið varð fyrir valinu sem efniviður í leikmynd, hljóðmynd og hugmyndavinnu.

Í bókinni má finna ýmis spennandi verkefni sem hægt er að nýta í kennslu í grunnskólum og jafnvel heimavið.

Einnig er að finna gagnlega tengla á ítarefni tengt sýningunni og plastnotkun.

Með verkefnunum eru viðtöl við meðlimi 10 fingra sem nota má sem ítarefni og inngang áður en verkefnin eru leyst.

Fræðsluefnið er samið af Alexíu Rós Gylfadóttur og Ýr Jóhannsdóttur

Myndbönd gerði Úlfur E. Arnalds

Kennslu- og ítarefni
bottom of page