top of page

Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.  Hún er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni.  LÍFIÐ fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.

 

Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda sem og gagnrýnenda jafnt á Íslandi sem erlendis. Verkið hefur m.a. verið sýnt í Kína, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og á Möltu. 

 

LÍFIÐ - var valin besta barnasýningin ársins 2015 á Grímunni - Íslensku sviðslistahátíðinni  auk þess sem leikhúsið var valið Spoti ársins 2015. Sprotinn er veittur einstaklingi eða hópi sem þykir sýna einstakan frumleika og framúrskarandi nýbreytni í sköpun sinni í sviðslistum. 

Lengd 40 min.

Aldur: 3 - 10 ára

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR:

  Höfundar: Leikhópurinn

myndræn útfærsla HELGA ARNALDS

leikstjórn CHARLOTTE BÖVING

Leikarar SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR og

SVEINN Ó. GUNNARSSON

Tónlist MARGRÉT KRISTÍN BLÖNDAL

Ljósahönnun BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON

tæknimaður ARNÞÓR ÞÓRSTEINSSON


Sýningin sem hefur farið sigurför um heiminn!!!

Griman.png
Griman.png
bottom of page