Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna. Hún er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. LÍFIÐ fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.
Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda sem og gagnrýnenda jafnt á Íslandi sem erlendis. Verkið hefur m.a. verið sýnt í Kína, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og á Möltu.
LÍFIÐ - var valin besta barnasýningin ársins 2015 á Grímunni - Íslensku sviðslistahátíðinni auk þess sem leikhúsið var valið Spoti ársins 2015. Sprotinn er veittur einstaklingi eða hópi sem þykir sýna einstakan frumleika og framúrskarandi nýbreytni í sköpun sinni í sviðslistum.
Lengd 40 min.
Aldur: 3 - 10 ára
LISTRÆNIR STJÓRNENDUR:
Höfundar: Leikhópurinn
myndræn útfærsla HELGA ARNALDS
leikstjórn CHARLOTTE BÖVING
Leikarar SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR og
SVEINN Ó. GUNNARSSON
Tónlist MARGRÉT KRISTÍN BLÖNDAL
Ljósahönnun BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON
tæknimaður ARNÞÓR ÞÓRSTEINSSON