top of page

Hvað er mold?

 jarðvegur / drulla / gróðurmold / leir / sandur / jörð

 

 

Mold er ysta lag Jarðarinnar, þar festir gróðurinn rætur sínar og þær sjá um að sjúga næringu og vatn upp til að gróðurinn geti vaxið

Moldin passar upp á vatnið fyrir gróðurinn og gróðurinn hjálpar moldinni að halda í vatnið og passa upp á að það renni ekki allt í burtu

 

Vissir þú?

Það getur tekið náttúruna 1.000 ár að mynda 1-2 sentímetra þykkt lag af mold en það getur tekið aðeins nokkra daga að eyða þessari mold ef hún er ekki vernduð

Ef menn myndu vaxa svona hægt tæki það körfuboltaspilara 80.000 ár að ná fullri hæð.

 

Helmingur jarðvegs eru holrými fyllt til hálfs með vatni og til hálfs með lofti

Rætur, bakteríur, ormar og önnur smádýr fylla 5% og bergmylsna og sandur 45%

 

Vissir þú ?

Drykkjarvatnið okkar kemur líka úr jarðveginum, það hefur geymst þar í þúsundir ára áður en við dælum því upp og sendum það í leiðslum í kranana okkar

 

Moldin er barnapía fyrir litlu fræin þar til þau fá rætur sem þau festa í moldinni svo þau geti vaxið upp og orðið að tré eða grasi og orðið stór, stundum eru þau í pössun í mörg ár þar til aðstæður eru góðar fyrir þau til að vaxa upp

Moldin er móðir grænmetis og grasa sem við og dýrin borða, þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að moldin sé heilbrigð og hraust til þess að við sveltum ekki

 

Vissir þú ?

99% af matnum okkar kemur frá moldinni

1% hans kemur úr hafinu, vötnum og ám

 

Hvað borðaðir þú í dag? 

Ef þú borðaðir morgunkorn, brauð og ávexti þá hefur moldin fóstrað þau

Ef þú borðaðir kjöt þá hefur dýrið sem kjötið er af borðað gras og korn sem moldin fóstraði

Veistu um einhvern mat sem ekki kemur frá moldinni?

 

Vissir þú ?

Hver jarðarbúi þarf árlega mat af svæði sem er álíka stórt og fótboltavöllur,  í moldinni á því svæði geta verið allt að 400 kg af ánamöðkum

 

Ánamaðkar og ormar vinna allskonar erfið störf fyrir moldina og eru kallaðir vélstjórar eða verkfræðingar moldarinnar

Þeir búa til göng þar sem loftið með súrefninu og vatnið með næringu fyrir gróðurinn getur flætt gegnum moldina. 

Þeir borða moldina, stundum jafngildi þyngdar sinnar á einum degi og breyta lífverum í næringarefni sem þeir skila (kúka) aftur í moldina

 

Vissir þú ?

Ánamaðkar hafa einn heila, fimm hjörtu og anda með húðinni

Minnsti ormur sem til er er minni en 2,5 sentímetrar og sá stærsti á heima í Suður Afríku og er 6,5 metrar, hugsaðu þér hvað hann hefur étið mikið af mold á æfi sinni

 

 

 

 Hvað vilt þú að vaxi og lifi á þínum fótboltavelli?

 

Veist þú hvað getur skemmt moldina þannig að hún geti ekki fóstrað fræin og gefið gróðrinum vatn og næringu ? 

 

Hvað getum við gert til þess að vernda moldina okkar ?

 

Getur þú hjálpað öðrum að vernda moldina ?

bottom of page