LÍFIÐ
stórskemmtilegt drullumall
Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna. Hún er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. LÍFIÐ fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda sem og gagnrýnenda sem hafa gefið henni fullt hús stjarna.
Sýningin hlaut leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins 2015 og Sproti ársins 2015.
BIRNIRNIR ÞRÍR
Tónleikar með
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verkið Birnirnir þrír eftir tónskáldið Eric Coates segir hina sígildu sögu af stúlkunni Gullbrá sem vaknar snemma morguns og fær sér lystigöngu í skóginum.
Sagan hentar einstaklega vel sem myndrænn stuðningur við tónlistarflutning þar sem flestir þekkja þessa sögu og það gerir verkið svo aðgengilegt fyrir áheyrendur.
Verkið var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu 2017
SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN
Sinfóníutónleikar fyrir börn eftir Eivöru Pálsdóttur og Trond Bogason
Nýtt tónverk fyrir sinfóníuhljómsveit, barnakór og einsöngvara sem byggir á sögunni Skrímslið litla systir mín.
Verkið var flutt á fjölskyldutónleikunum Litli Tónsprotinn af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu með Eivöru Pálsdóttur og barnakórí.
Sögumaður var Halldóra Geirharðsdóttir.
Skrímslið litla
systir mín
Saga af strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.
Leikhúsupplifun fyrir börn í hæsta gæðaflokki þar sem börnin taka þátt og upplifa í miklu návígi töfra leikhússins og myndlistarinnar.
Sýningin hlaut leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins 2012