top of page

THE MONSTER MY LITTLE SISTER

A SYMPHONY CONCERT FOR CHILDREN COMPOSED BY 

EIVØR PÁLSDÓTTIR

Skrímslið litla systir mín heyrist nú í fyrsta sinn í sinfónískum búningi með tónlist Eivarar Pálsdóttur. Fyrst kynntumst við stráknum sem eignaðist litla systur sem var skrímsli í samnefndri leiksýningu leikhússins 10 fingur sem Charlotte Böving og Helga Arnalds sköpuðu saman. Síðar kom sagan út á bók með myndskreytingum Bjarkar Bjarkadóttur. Nú eru það  Eivør og Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Graduale Futuri sem munu flytja söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarkadóttur. Á þessum sannkölluðu ævintýratónleikum má heyra söguna af Bjarti sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.

Á tónleikunum má einnig heyra Gullbrá og birnina þrjá í flutningi Sinfóníuhljómsveitinnar með skemmtilegu afbrigði af animation brúðuleikhúsi þar sem brúður eru klipptar út líkt og dúkkulísur og myndaðar á ríkulega máluðum bakgrunni.

Brúðuleikhúsið sem unnið er af Helgu Arnalds, er varpað upp á tónleikunum þannig að hlustendur geti hvílt í áhrifaríkum ævintýraheimi um leið og þeir njóta tónlistarinnar. 

Verkið Birnirnir þrír eftir tónskáldið Eric Coates segir hina sígildu sögu af stúlkunni Gullbrá sem vaknar snemma morguns og fær sér lystigöngu í skóginum. 

Sagan hentar einstaklega vel sem myndrænn stuðningur við tónlistarflutning þar sem flestir þekkja þessa sögu og það gerir verkið svo aðgengilegt fyrir áheyrendur.

bottom of page