HELGA ARNALDS

Visual artist 

LÍFSMYNSTUR  einkasýning í SÍM salnum.

Akrílmálverk, blekteikningar, ljósmyndir og monoþrykk sem öll eiga rætur sínar í mynstri náttúrunnar og mannslíkamans.

Alls kyns mynstur; hrukkur, árfarvegir, þúfur, áferð og endurtekning á formum sem finna má í náttúrunni

„Náttúran hefur sínar leiðir til að búa til mynstur, til dæmis þegar vindurinn blæs lengi úr einni átt og mynstur myndast í sandi eða snjó eða þegar jörðin frýs og þiðnar á víxl og þúfur mótast eða þegar vatnið rennur niður hlíðina og teiknar í hana mynstur. Það sama gerist þegar við eldumst og hrukkur mynda sitt mynstur í húðinni. Þá er oft hægt að lesa heilt líf úr einu mannsandliti og sjá hvaða vindar hafi blásið“.