LÍFIÐ aftur í Tjarnarbíó

Sýningin sem hefur farið sigurför um heiminn er nú sýnd á ný á Íslandi í stuttan tíma.

Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.

Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda hvar sem hún hefur verið sýnd í heiminum og gagnrýnendur hafa gefið henni fullt hús stjarna.

LÍFIÐ - var valin besta barnasýningin ársins 2015 á Grímunni - Íslensku sviðslistahátíðinni  auk þess sem leikhúsið var valið Spoti ársins 2015. Sprotinn er veittur einstaklingi eða hópi sem þykir sýna einstakan frumleika og framúrskarandi nýbreytni í sköpun sinni í sviðslistum.  Nú síðast fékk sýningin Youth Critics Awards sem ein af þremur bestu sýningunum á alþjóðlega Assitej Festivalinu í Kristiansand í september s. l.

LÍFIРfjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.

  • Pinterest - Grey Circle
  • Vimeo - Grey Circle
  • Instagram - Grey Circle
  • Facebook - Grey Circle
  • YouTube - Grey Circle