Allt er úr sama efninu. Ég og þú, hundaskítur og geimryk.
Getur orðið til töfrandi ævintýraheimur úr ruslinu sem við hendum? Endurvinnsla, undirvitund, umbreyting.......
Stúlkan sem stöðvaði heiminn talar svo sannarlega til okkar samtíma ........
Sigríður Jónsdóttir 3.mars Fréttablaðið
".....á einhvern magnaðan hátt er unnið jöfnum höndum með það ytra og það innra, það fagra og það ljóta, allt sem við getum haft stjórn á og allt það sem við getum ekki haft stjórn á. Sögusviðið er á sama tíma innri veruleiki stúlkunnar, hugur hennar, hjarta og tilfinningar og ytri veruleikinn lífið hennar og raunveruleiki. Sviðsmyndin er búin til úr plasti sem vekur hjá manni neikvæðar tilfinningar, plast er ljótt, einnota, óumhverfisvænt og dautt efni en þrátt fyrir það tekst að skapa sjónheim sem er fullur af fegurð og litum og maður fer að trúa því að plastið sé lifandi þegar hljóð og litir taka völdin.
Í verkinu tekst að skapa ímyndaðan heim þar sem tekið er á áskorunum samtímans á ævintýralegan hátt. Umhverfismál fléttast saman við líðan stúlkunnar sem upplifir kvíða og áhyggjur vegna þeirra breytinga sem eru að verða á hennar daglega lífi en um leið líðan hennar, tilfinningum og jörðinni allri. Tekið er á öllum stóru málunum í þessari áhrifamiklu sýningu en það sem skiptir kannski mestu máli er að hún kveður áhorfendur með hlýju og mikilli von um leið og hún sendir okkur öllum þau skilaboð að með því að bregðast við, gera eitthvað í málunum þá getum við öll haft áhrif."
Fríða Bjarney Jónsdóttir
4.mars 2021
Töfrandi saga og ævintýraleg upplifun!
Listrænir aðstandendur:
Leikarar BENEDIKT KARL GRÖNDAL
KJARTAN DARRI KRISTJÁNSSON og
SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR
Höfundar Hópurinn
Leikstjórn HELGA ARNALDS
Leikmynd og myndheimur
EVA SIGNÝ BERGER og HELGA ARNALDS
Búningar EVA SIGNÝ BERGER
Aðstoðarleikstjórn SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR
Tónlist og hljóðmynd VALGEIR SIGURÐSSON
Sviðshreyfingar KATRÍN GUNNARSDÓTTIR
Hönnun lýsingar og tæknistjórnun FJÖLNIR GÍSLASON
Búningasaumur ALEXÍA RÓS GYLFADÓTTIR
Framkvæmda- og kynningastjórn ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR
Sviðsstjóri ÞÓREY SELMA SVERRISDÓTTIR
Fræðsluefni ALEXÍA RÓS GYLFADÓTTIR og ÝR JÓHANNSDÓTTIR
Sýningin er sett upp með stuðningi Mennta og menningarmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar