top of page
20241014_212020.jpg

Skrímslið litla systir mín

Sagan af Bjarti sem ferðast um skuggalega skóga og dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína er saga sem hefur hitt ótal börn í hjartastað frá því hún kom fyrst fyrir sjónir áhorfenda. Það var í samnefndri leiksýningu sem Helga Arnalds og Charlotte Böving sköpuðu saman með tónlist Eivarar Pálsdóttur og var frumsýnd 2012 í Norræna húsinu. Sýningin hlaut fullt hús stjarna hjá gagnrýnendum og leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins. Ári síðar skrifaði Helga söguna um Bjart og gaf út á bók hjá forlaginu Skruddu með myndskreytingum Bjarkar Bjarkadóttur.  Hún var þá líka gefin út sem hljóðbók þar sem höfundurinn les söguna með tónlist og hljóðmynd Eivarar. Bókin varð strax mjög vinsæl ekki síst á leikskólum landsins og eru mörg börn enn í dag sem kunna söguna og lög Eivarar utanbókar.

2017 voru haldnir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Eivöru Pálsdóttur, Halldóru Geirharðsdóttur ásamt Graduale Futuri sem fluttu söguna í tali og tónum í útsetningu Trónds Bogasonar við myndefni Bjarkar Bjarkadóttur.

Nú má nálgast hljóðbókina hér og hlusta á þessa frábæru sögu um strákinn sem eignaðist litla systur sem var skrímsli.

Brot úr ýmsum verkefnum 10 fingra m.a. tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Eivarar Pálsdóttur frá 2017

  • Pinterest - Grey Circle
  • Vimeo - Grey Circle
  • Instagram - Grey Circle
  • Facebook - Grey Circle
  • YouTube - Grey Circle
bottom of page