MYNDRÆnt leikhús
Sýningin sem hefur farið sigurför um heiminn er nú sýnd á ný á Íslandi í stuttan tíma.
Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.
LÍFIÐ fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.
Það er allt fallegt við þessa sýningu.
Allar stjörnurnar í húsinu!“
G.S.E. - Djöflaeyjan
„Lífið er yndisleg sýning!“
S.B.H. - Morgunblaðið
Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda hvar sem hún hefur verið sýnd í heiminum og gagnrýnendur hafa gefið henni fullt hús stjarna.
LÍFIÐ - var valin besta barnasýningin ársins 2015 á Grímunni - Íslensku sviðslistahátíðinni auk þess sem leikhúsið var valið Spoti ársins 2015. Sprotinn er veittur einstaklingi eða hópi sem þykir sýna einstakan frumleika og framúrskarandi nýbreytni í sköpun sinni í sviðslistum. Nú síðast fékk sýningin Youth Critics Awards sem ein af þremur bestu sýningunum á alþjóðlega Assitej Festivalinu í Kristiansand nú í september.
Skrímslið litla systir mín
Grímuverðlaunasýning frá 2012.
* * * * * Fimm stjörnur.
" Skrímslið litla systir mín er ein magnaðasta leiksýning sem ég hef séð. Hún er virkilega vel gerð, sannfærandi og fær hugann til að vinna og skapa enn stærri fantasíuheim en þann sem við sjáum á sviðinu."
Ingveldur Geirsdóttir Morgunblaðið
BIRNIRNIR ÞRÍR
Sinfóníutónleikar fyrir börn
Birnirnir þrír eftir Eric Coates
Myndræn útfærsla Helga Arnalds
Verkið Birnirnir þrír eftir tónskáldið Eric Coates segir hina sígildu sögu af stúlkunni Gullbrá sem vaknar snemma morguns og fær sér lystigöngu í skóginum.
Sagan hentar einstaklega vel sem myndrænn stuðningur við tónlistarflutning þar sem flestir þekkja þessa sögu og það gerir verkið svo aðgengilegt fyrir áheyrendur.
Verkið var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu 2017
Sinfóníutónleikar fyrir börn eftir Eivöru Pálsdóttur og Trond Bogason
Nýtt tónverk fyrir sinfóníuhljómsveit, barnakór og einsöngvara sem byggir á sögunni Skrímslið litla systir mín.
Verkið var flutt á fjölskyldutónleikunum Litli Tónsprotinn af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu með Eivöru Pálsdóttur og barnakórí.
Sögumaður var Halldóra Geirharðsdóttir
SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN

10 fingur
Leikhúsið 10 fingur hefur aðallega beint sjónum sínum að ungum áhorfendum. Það hefur verið í stöðugri þróun og vexti og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar bæði hérlendis og erlendis. Þar á meðal fjórar Grímur fyrir bestu barnasýningarnar, sprota ársins og íslensku bjartsýnisverðlaunin. 10 fingur hafa í æ ríkara mæli sérhæft sig í listsköpun sem stendur á mörkum leikhúss og myndlistar og leggur áherslu á að gera sýningar sem börn og fullorðnir geta notið saman.
