Smella hér til að fá hljóð >
10 FINGUR sérhæfa sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar
Stúlkan sem stöðvaði heiminn
Töfrandi saga og ævintýraleg upplifun!
Getur orðið til töfrandi ævintýraheimur úr ruslinu sem við hendum? Endurvinnsla, undirvitund, umbreyting.......
Í verkinu er skapaður ímyndaður heimur þar sem tekið er á áskorunum samtímans á ævintýralegan hátt. Umhverfismál fléttast saman við líðan stúlkunnar sem upplifir kvíða og áhyggjur vegna þeirra breytinga sem eru að verða á hennar daglega lífi en um leið líðan hennar, tilfinningum og jörðinni allri. Sýningin var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 2021.
Inasand ...
Gagnvirkt þátttökuverk fyrir fullorðna sem og börn. Upplifun sem virkjar skilningarvitin og ævintýrið í kyrrðinni.
Hljóðmynd verksins leiðir áhorfendur dýpra inní líkamann og tengingu við náttúruna.
Verkið virkar á mörgum sviðum í gegnum, heyrn, sjón, snertingu og djúpa líkamlega skynjun. Áhorfendum er boðið að upplifa á eigin forsendum og mynda eigin tengsl. Þátttakendur ákveða hvernig þeir takast á við verkið, hvort þeir leika sér með sandinn, horfa á myndbandið eða hina þátttakendurna sem leika sér í sandinum og verða einskonar flytjendur í verkinu.
Skrímslið litla systir mín
Saga af strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar drekaslóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.
Leikhúsupplifun fyrir börn í hæsta gæðaflokki þar sem börnin taka þátt og upplifa í miklu návígi töfra leikhússins og myndlistarinnar.
Sýningin hlaut leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins 2012.
Bókin Skrímslið litla systir mín kom út árið 2014 ásamt hljóðdiski með tónlist Eivarar Pálsdóttur.
LÍFIÐ - drullumall
Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna sem fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.
Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda sem og gagnrýnenda jafnt á Íslandi sem erlendis. Verkið hefur m.a. verið sýnt í Kína, Japan, Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Möltu og Svartfjallalandi.
LÍFIÐ - hlaut leiklistarverðlaunin GRÍMUNA sem besta barnasýning ársins 2015 auk þess sem leikhúsið 10 Fingur var valið Spoti ársins 2015.
Birnirnir þrír
Tónleikar með
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verkið Birnirnir þrír eftir tónskáldið Eric Coates segir hina sígildu sögu af stúlkunni Gullbrá sem vaknar snemma morguns og fær sér lystigöngu í skóginum.
Sagan hentar einstaklega vel sem myndrænn stuðningur við tónlistarflutning þar sem flestir þekkja þessa sögu og það gerir verkið svo aðgengilegt fyrir áheyrendur.
Verkið var flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu 2017
Að tengjast líkamanum gegnum list - Námskeið
Í þessari vinnustofu byggir Helga Arnalds á aðferðafræði heimspekingsins Eugene Gendlin FÓKUSING sem er ákveðin aðferð til þess að hjálpa líkamanum að leiða okkur inn í dýpri skynjun og sjálfsþekkingu.
Nálgunin hjálpar okkur að staldra aðeins við og skapa þannig rými fyrir nýja og óvænta möguleika. að beina athyggli að því sem við skynjum og upplifum í líkamanum en höfum ekki enn sett í orð.
Með þjálfun getum við fengið betri tilfinningu fyrir því hvað líkaminn er að segja okkur. Þessi aukna meðvitund getur hjálpað okkur að skapa eitthvað sem kemur okkur jafnvel sjálfum á óvart.
Þeir sem vilja taka þátt í þessari vinnustofu vinsamlega hafið samband við listamanninn.