STÚLKAN SEM LÉT SNJÓA

STÚLKAN SEM LÉT SNJÓA  er ævintýraleg leiksýning með húmor og sterku myndmáli þar sem heimspekilegar vangaveltur um umhverfismál og framtíðarsýn barna eru til umfjöllunar. 10 fingur hafa lagt áherslu á að gera sýningar sem börn og fullorðnir geta notið saman og sérhæft sig í listsköpun sem stendur á mörkum leikhúss og myndlistar eins og verðlaunasýningarnar "Skrímslið litla systir mín" og "LÍFIÐ - stórskemmtilegt drullumall” bera með sér.

Leiksýning fyrir börn á aldrinum 5 - 12 ára sem eru að breytast í heimspekinga og fullorðna fólkið sem veit oft ekkert hvernig það á að svara þeirra mörgu og stóru spurningum.

 

Sagan býður uppá heimspekilegar vangaveltur um stærsta verkefni hverrar manneskju í dag. Hvernig eigum við að horfast í augu við þær breytingar sem eiga sér stað í náttúrunni og lífkerfi jarðarinnar.  Við viljum virkja skilningarvitin og hugmyndaflugið til að fá dýpri tilfinningu fyrir umhverfinu og náttúrunni.

  • Pinterest - Grey Circle
  • Vimeo - Grey Circle
  • Instagram - Grey Circle
  • Facebook - Grey Circle
  • YouTube - Grey Circle