Í Stúlkan sem stöðvaði heiminn er leitast við að segja mikilvæga sögu með kímnigáfuna að vopni. Sýningin, sem fjallar um  stúlku og föður hennar, er myndræn og heillandi. Stúlkan býr yfir öflugu ímyndunarafli en kvíðir framtíðinni. Hún tekst á við lífið með því að skapa sér sína eigin veröld úr hlutum sem hún hirðir upp af götunni og í þeim töfraheimi verða kraftaverkin til fyrir augum okkar.

Ég get búið til allt…

Sól, stjörnur, fólk, jafnvel frumur.

Allt er úr sama efninu. Ég og þú, hundaskítur og geimryk.

Ég hef tekið eftir að litlir hlutir eru stórir og stórir hlutir litlir.

Að blóðið rennur eins og jökulá og hár vex eins og gras.

Að jörðin er eins og blá blaðra sem svífur í myrkrinu og fruma er eins og geimskip.

Ég get meira segja gert kraftaverk. En pabbi vill ekki trúa mér……..

FRUMSÝNt Í BORGARLEIKHÚSINU

30. OKTÓBER 2020

Leikarar Kjartan Darri Kristjánsson, Sólveig 

Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson 

Höfundar Hópurinn

Leikstjórn Helga Arnalds

Leikmynd og myndheimur 

Eva Signý Berger og Helga Arnalds

Búningar Eva Signý Berger

Aðstoðarleikstjórn Sigríður Sunna Reynisdóttir

Tónlist og hljóðmynd Valgeir Sigurðsson

Sviðshreyfingar Katrín Gunnarsdóttir

Hönnun lýsingar og tæknistjórnun Fjölnir Gíslason og 

Kjartan Darri Kristjánsson 

Búningasaumur Alexía Rós Gylfadóttir

Framkvæmda- og kynningastjórn 

Alexia Björg Jóhannesdóttir

Sviðsstjóri Þórey Selma Sverrisdóttir

Smiðjur og fræðsla Alexia Rós Gylfadóttir og 

Ýr Jóhannsdóttir

Aðstoð við handritsgerð og fræðslu

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

 

  • Pinterest - Grey Circle
  • Vimeo - Grey Circle
  • Instagram - Grey Circle
  • Facebook - Grey Circle
  • YouTube - Grey Circle