Stúlkan sem lér snjóa

January 16, 2015

Leikhúsið 10 fingur hefur fengið styrk til að vinna að undirbúningi fyrir næsta verkefni sem ber vinnuheitið "Stúlkan sem lét snjóa. Það verður byggt á skáldsögu sem á íslensku ber heitið "Prýðislandið" eða "Land of decoration" á frummálinu eftir breska höfundinn Grace McCleen.

 

Prýðislandið er um Judith, tíu ára stelpu sem býr við óvenjulegar aðstæður. Hún og faðir hennar eru  meðlimir í sértrúarsöfnuði sem boðar að heimsendir sé í nánd en þeir sem trúi muni njóta vistar í Prýðislandinu. Allt þeirra líf snýst kringum þessa  einstrengingslegu trú.  Það er litríkur söfnuður bláfátækra gamalmenna og rugludalla sem kemur saman í litlu, subbulegu og ísköldu safnaðarheimili. Móðirin er dáin og Judith og pabbi hennar ganga hús úr húsi og boða heimsendi. En Judith heyrir um kraftaverk á samkomum og að kraftaverk geti búið innra með öllum.  Auðvitað verður Judith fyrir einelti í skólanum og krakkarnir þreytast ekki á að króa hana af á leið heim og gera henni lífið óbærilegt. Judith á sér þó aðra veröld, lifandi veröld sem hún hefur verið að byggja upp alveg frá því hún man eftir sér inní herberginu sínu. Hún býr til sitt eigið „Prýðisland“, fyrirheitna landið. Hún býr það til úr alls kyns fundnum hlutum sem hún hirðir af götunni. Nammibréf og glerbrot verða að litlum fuglum og fallegum stöðuvötnum í hennar heimi.  Þegar einn strákur í skólanum hótar að drekkja henni í klósettskálinni á mánudaginn kemur  tekur Judith til sinna ráða. Hún biður um kraftaverk og hún býr til snjókomu í herberginu sínu úr rakfroðu og bómull. Hún fyllir litla heiminn sinn af snjó og viti menn um helgina snjóar svo mikið að aldrei hefur annað eins sést á Bretlandi. Það snjóar svo mikið að allir verða innlyksa, rafmagnið fer af heilu borgunum og öllum skólum er lokað. Enginn þarf að mæta í skólanum þennan skelfilega mánudag.

Judith veit að það var hún sem kom þessu í kring og hún fer að trúa því að hún geti gert kraftaverk...

 

Tags:

Please reload

Featured Posts

Síðustu sýningar á LÍFINU í Tjarnarbíó verða í janúar þar sem leikararnir eru að fara í önnur verkefni – Sveinn Ólafur  Gunnarsson er að hlaupa í skar...

Sólveig verður hjartadrottningin og Svenni lögga

November 1, 2014

1/3
Please reload

Recent Posts

June 20, 2015

January 16, 2015

November 1, 2013

Please reload

Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
  • Pinterest - Grey Circle
  • Vimeo - Grey Circle
  • Instagram - Grey Circle
  • Facebook - Grey Circle
  • YouTube - Grey Circle